Forsíða
  Fréttir
  Sjúkrahús
  Handlækningadeild
  Lyflækningadeild
  Uppl. til sjúklinga
  Uppl. til aðstandenda
  Sjúkraþjálfun
  Fæðingardeild
  Rannsóknarstofa
  Heilsugæsla
  Starfsfólk
  Neskaupstaður
  Myndir
  Um vefinn
Vefhönnun: kp hönnun og miðlun
+ F S N ...
FSN er sjúkrahús alls Austurlands. Því er þess að vænta að vefurinn verði gagnlegur þeim aðstandendum sjúklinga sem koma lengra að.
>> Meira ...

FSN er algjörlega reyklaust sjúkrahús og var hið fyrsta hérlendis sem kom á algjöru reykbanni sjúklinga og starfsfólks innan húss sem og á lóð sjúkrahússins.
>> Meira ...
+ HOLLVINASAMTÖK
Með Hollvinasamtökunum er markmiðið að styðja við og efla starfsemi Fjórðungs-
sjúkrahússins með sem víðtækustum hætti.
>> Skoða vef Hollvina.
+ T E N G L A R
Síðast uppfært 24/09/04
Fjórðungssjúkra-
húsið er staðsett í Neskaupstað við Norðförð, sem er nyrstur byggðar-
kjarnanna í sveitarfélaginu Fjarðabyggð.
Neskaupstaður
Árið 1895 var löggiltur verslunarstaður á Nesi í Norðfirði, en þá var hafin þar þorpsmyndun. Ástæður þéttbýlisþróunarinnar eru mjög ljósar, því um 1870 hófst saltfiskverkun í miklum mæli og við það elfdist útgerð, en Norðfjörður liggur mjög vel við gjöfulum fiskimiðum.

Neskaupstaður í Norðfirði. Séð í austur út eftir Norðfirði. Höfnin og athafnasvæði Síldarvinnslunar í forgrunni, Neskaupstaður utar og Fjórðungssjúkrahúsið inni í miðjum bæ. Mynd: Mats Vibe Lund
Árið 1905 urðu merk tímamót þegar Norðfirðingar eignuðust sína fyrstu vélbáta og voru á þeim tíma gerðir út um 60 bátar til fiskveiða en íbúar Nesþorps orðnir um 355 talsins. Hafði því talsverð fjölgun íbúa átt sér stað því árið 1895 voru þeir um 180.

Árið 1913 var þorpið aðskilið frá sveitinni og nefnt Neshreppur og bjuggu þar þá 636 íbúar. Þann 1. janúar 1929 fékk Neshreppur kaupstaðarréttindi og nefndist Neskaupstaður og voru íbúar hans þá 1103 að tölu. Upp úr 1930 fór að draga úr íbúafjölgun og árið 1990 voru íbúar 1754 talsins.

Haustið 1993 var samþykkt að sameina Norðfjarðarhrepp og Neskaupstað undir nafni Neskaupstaðar og tók sameiningin gildi 11. júní 1994 og voru þá mörk sveitarfélagsins orðin þau sömu og fyrir 1913. Íbúafjöldi í Neskaupstað er nú 1534 íbúar.

- Úr Ágripi af sögu sveitarfélaganna í Fjarðabyggð
á vefnum www.fjardabyggd.is
Smelltu hér til að sjá stærri mynd af Norðfirði.

Sjúkrahús s. 470 1450 • Neyðarlína s. 112