Forsíða
  Fréttir
  Sjúkrahús
  Handlækningadeild
  Lyflækningadeild
  Uppl. til sjúklinga
  Uppl. til aðstandenda
  Sjúkraþjálfun
  Fæðingardeild
  Rannsóknarstofa
  Heilsugæsla
  Starfsfólk
  Neskaupstaður
  Myndir
  Um vefinn
Vefhönnun: kp hönnun og miðlun
+ F S N ...
FSN er sjúkrahús alls Austurlands. Því er þess að vænta að vefurinn verði gagnlegur þeim aðstandendum sjúklinga sem koma lengra að.
>> Meira ...

FSN er algjörlega reyklaust sjúkrahús og var hið fyrsta hérlendis sem kom á algjöru reykbanni sjúklinga og starfsfólks innan húss sem og á lóð sjúkrahússins.
>> Meira ...
+ HOLLVINASAMTÖK
Með Hollvinasamtökunum er markmiðið að styðja við og efla starfsemi Fjórðungs-
sjúkrahússins með sem víðtækustum hætti.
>> Skoða vef Hollvina.
+ T E N G L A R
Síðast uppfært 14/03/13

Sjúkraþjálfun

Sjá nánari upplýsingar um nýja endurhæfingu FSN með því að ýta á tengil á forsíðu

Sjúkraþjálfun FSN, sími: 470 1470
netfang: endurh_nes@hsa.is

Sjúkraþjálfun hefur verið starfrækt við FSN síðan 1979, en í núverandi húsnæði á efstu hæð sjúkrahússins frá árinu 2007

Í gamla húsnæði sjúkraþjálfunarinnar á neðstu hæð sjúkrahússins er sundlaug sem hentar vel sem æfingarlaug. Þar er líka boðið upp á ungbarnasund og vatnsleikfimi, en tímar eru leigðir út til almennings með afnot af tækjasal.

Starfsmenn
Við sjúkraþjálfunina eru starfandi 4 sjúkraþjálfarar og einn aðstoðarmaður. Tvö stöðugildi eru við sjúkradeildir en einnig er veitt göngudeildarþjónusta sem sjúkraþjálfarar sinna samhliða starfinu á deildum. Að auki eru tveir sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfaari sem sinna göngudeildarþjónustu.

Starfsmenn endurhæfingar eru:
  • Anna Þóra Árnadóttir, yfirsjúkraþjálfari, B.Sc. Netfang: annathora@hsa.is
  • Bjarnveig Jónasdóttir.sjúkraliði, aðstoðarmaður sjúkraþjálfara
  • Jóna Lind Sævarsdóttir, sjúkraþjálfari, B.Sc
  • Heiðrún Helga Snæbjörnsdóttir , sjúkraþjálfari, B.Sc
  • Vilborg Stefánsdóttir, sjúkraþjálfari, B.Sc.
  • María Árnadóttir nuddari og sjúkraliði
  • Anna S Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur
  • Lilja Dögg Vilbergsdóttir iðjuþjálfi
  • Björn Magnússon lungnasérfræðingur
Verkefni
Verkefni Sjúkraþjálfunar eru margvísleg og þurfa sjúkraþjálfarar að geta séð um allar tegundir þjálfunar og þar með hafa góða þekkingu á öllum sviðum hennar. Meðferð felst aðallega í því að auka hreyfifærni sjúklinga og hjálpa þeim til sjálfshjálpar. Helstu verkefnin eru færniþjálfun, verkjameðferð, hjarta- og lungnaendurhæfing, ráðgjöf og fræðsla ásamt mörgu öðru. Sjúkraþjálfun barna er einnig vaxandi þáttur.

Hjarta- og lungnaendurhæfing
Tvisvar á ári eru haldin námskeið fyrir hjarta-og lungnasjúklinga, að vori og seint að hausti. Þessi námskeið eru mikilvægur þáttur í þjónustu við Austfirðinga og gerir þeim mögulegt að sækja sér endurhæfingu vegna hjarta-og lungnasjúkdóma í heimabyggð.

Offitumeðferð
Námskeið eru haldin fyrir offitusjúklinga. Þau er byggð upp á svipaðan hátt og hjarta - og lungnanámskeiðin, þar sem fræðsla og hreyfing eru í fyrsta sæti.

FSN er einn af fáum stöðum á landinu sem býður upp á endurhæfingu af þessu tagi.

Fyrirspurnir : endurh_nes@hsa.is

Sjúkrahús s. 470 1450 • Neyðarlína s. 112