Forsíða
  Fréttir
  Sjúkrahús
  Handlækningadeild
  Lyflækningadeild
  Uppl. til sjúklinga
  Uppl. til aðstandenda
  Sjúkraþjálfun
  Fæðingardeild
  Rannsóknarstofa
  Heilsugæsla
  Starfsfólk
  Neskaupstaður
  Myndir
  Um vefinn
Vefhönnun: kp hönnun og miðlun
+ F S N ...
FSN er sjúkrahús alls Austurlands. Því er þess að vænta að vefurinn verði gagnlegur þeim aðstandendum sjúklinga sem koma lengra að.
>> Meira ...

FSN er algjörlega reyklaust sjúkrahús og var hið fyrsta hérlendis sem kom á algjöru reykbanni sjúklinga og starfsfólks innan húss sem og á lóð sjúkrahússins.
>> Meira ...
+ HOLLVINASAMTÖK
Með Hollvinasamtökunum er markmiðið að styðja við og efla starfsemi Fjórðungs-
sjúkrahússins með sem víðtækustum hætti.
>> Skoða vef Hollvina.
+ T E N G L A R
Síðast uppfært 12/01/06
Ristilspeglun

Helstu ábendingar fyrir ristilspeglun eru kviðverkir, blæðing frá endaþarmi, breytingar á hægðum, blóðleysi, grunur um ristilkrabbamein og margt fleira.

Áður en hægt er að framkvæma rannsóknina þarf að hreinsa út innihald ristilsins sólarhring áður. Það er gert með lyfi sem heitir Phosphoral og fæst án lyfseðils í næsta apóteki. Með lyfinu fylgja nákvæmar leiðbeiningar. Speglunin fer svo þannig fram að sveigjanlegt speglanatæki er þrætt inn í ristilinn og myndin kemur fram á sjónvarpsskjá. Með tækinu er hægt að taka sýni úr ristlinum þegar eitthvað óeðlilegt finnst, og einnig er hægt að fjarlægja ristilsepa, eða góðkynja kirtilæxli eins og þeir eru einnig kallaðir.

Áður en rannsóknin hefst er gefið verkjalyf í æð, því rannsókninni fylgja yfirleitt óþægindi. Ristillinn er hlykkjóttur og getur verið erfitt að þræða tækið inn í hann, og koma oft fram verkir þegar verið er að komast í gegnum kröppustu beygjurnar. Einnig þarf að blása lofti í ristilinn til að þenja hann út.

Þessi rannsókn er hættulítil og gengur í langflestum tilfellum vel. En það eru þó þekkt dæmi um að það komi gat á ristilinn þegar verið er að spegla hann. Það þarf þá að leggja viðkomandi sjúkling inn, og oftast grær gatið af sjálfu sér með því að fasta og fá sýklalyf. En stöku sinnum þarf að gera aðgerð til að laga ristilinn.

Myndir úr ristli
Sjúkrahús s. 470 1450 • Neyðarlína s. 112