Forsíða
  Fréttir
  Sjúkrahús
  Handlækningadeild
  Lyflækningadeild
  Uppl. til sjúklinga
  Uppl. til aðstandenda
  Sjúkraþjálfun
  Fæðingardeild
  Rannsóknarstofa
  Heilsugæsla
  Starfsfólk
  Neskaupstaður
  Myndir
  Um vefinn
Vefhönnun: kp hönnun og miðlun
+ F S N ...
FSN er sjúkrahús alls Austurlands. Því er þess að vænta að vefurinn verði gagnlegur þeim aðstandendum sjúklinga sem koma lengra að.
>> Meira ...

FSN er algjörlega reyklaust sjúkrahús og var hið fyrsta hérlendis sem kom á algjöru reykbanni sjúklinga og starfsfólks innan húss sem og á lóð sjúkrahússins.
>> Meira ...
+ HOLLVINASAMTÖK
Með Hollvinasamtökunum er markmiðið að styðja við og efla starfsemi Fjórðungs-
sjúkrahússins með sem víðtækustum hætti.
>> Skoða vef Hollvina.
+ T E N G L A R
Síðast uppfært 12/01/06
Magaspeglun

Helstu ábendingar fyrir magaspeglun eru verkir í efri hluta kviðar, brjóstsviði, ógleði, uppköst, grunur um magasár, og blóðleysi, svo eitthvað sé nefnt.

Það þarf að fasta í um 6 klst. áður en rannsóknin er framkvæmd. Rannsóknin fer fram á þann veg að sveigjanlegt speglanatæki sem tengt er við sjónvarpskjá er þrætt niður í magann, og er hægt að fá mjög nákvæma mynd af skeifugörn, maga og vélinda. Einnig er hægt að taka sýni fyrir sýrubakteríum (Helicobacter pylori), sem eru algeng ástæða fyrir maga - og skeifugarnarsárum og -bólgum, og sýni sem send eru til Reykjavíkur til meinafræðirannsókna.

Áður en speglunin hefst er kokið deyft með deyfiúða, og það er boðið upp á "kæruleysissprautu" ef þörf krefur, svo sjúklingurinn slaki vel á meðan á rannsókninni stendur. Rannsóknin tekur u.þ.b. 5-10 mínútur. Ef sjúklingur hefur fengið sprautu þarf hann að hvíla sig í 1-2 klst. á sjúkrahúsinu fyrir heimferð.

Myndir úr maga og skeifugörn


Sjúkrahús s. 470 1450 • Neyðarlína s. 112