Forsíða
  Fréttir
  Sjúkrahús
  Handlækningadeild
  Lyflækningadeild
  Uppl. til sjúklinga
  Uppl. til aðstandenda
  Sjúkraþjálfun
  Fæðingardeild
  Rannsóknarstofa
  Heilsugæsla
  Starfsfólk
  Neskaupstaður
  Myndir
  Um vefinn
Vefhönnun: kp hönnun og miðlun
+ F S N ...
FSN er sjúkrahús alls Austurlands. Því er þess að vænta að vefurinn verði gagnlegur þeim aðstandendum sjúklinga sem koma lengra að.
>> Meira ...

FSN er algjörlega reyklaust sjúkrahús og var hið fyrsta hérlendis sem kom á algjöru reykbanni sjúklinga og starfsfólks innan húss sem og á lóð sjúkrahússins.
>> Meira ...
+ HOLLVINASAMTÖK
Með Hollvinasamtökunum er markmiðið að styðja við og efla starfsemi Fjórðungs-
sjúkrahússins með sem víðtækustum hætti.
>> Skoða vef Hollvina.
+ T E N G L A R
Síðast uppfært 18/02/15

Lyflæknisdeild

Á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað hefur lyflækningum verið sinnt frá stofnun sjúkrahússins árið 1957. Það var þó ekki fyrr en 1. febrúar 1983 að hingað var ráðinn í fyrsta sinn að sjúkrahúsinu sérfræðingur í lyflækningum, Magnús Ásmundsson. Magnús starfaði hér óslitið til 1. mái 1997 þegar við starfi hans tók Björn Magnússon sem starfaði hjá okkur þar ti 2013 en þá fór ´hann á Selfoss. Björn er menntaður í lyflækngum á Mt. Sinai sjúkrahúsinu í New York og síðan á New York University Medical Center í lungnalækningum. Björn starfaði síðan í 15 ár á Reykjalundi þar sem hann var frumkvöðull í lungnaendurhæfingu. Þá starfaði Björn í Reykjavík sem sjálfstætt starfandi lungnasérfræðingur og var um þriggja ára skeið yfirlæknir Hjarta - lungnaendurhæfingarstöðvarinnar í Reykjavík.
Núverandi forstöðulæknir sjúkrahússins er Daníel Karl Ásgeirsson hjarta og nýrnasérfræðingur, kom hann til starfa 2014.


Afleysingalæknar við lyflæknisdeild FSN koma flestir frá Landspítala Háskólasjúkrahúsi og hafa auk lyflækninga fjölbreytta menntun s.s. á sviði krabbameinslækninga, smitsjúkdóma, meltingarlækninga, öldurnarlækninga, gigtsjúkdóma og fleira.

Á lyflæknisdeildinni starfa hjúkrunarfræðingar með mikla reynslu af umönnun bráðveikra sjúklinga. Á deildinni er sinnt almennum lyflækningum á öllum sviðum, en algengasta ástæða innlagna er þó vegna hjarta - lungna - eða meltingarfæravandamála.

Lyflæknir sjúkrahússins hefur umsjón með lyflæknisfræðilegri endurhæfingu sem fer fram í teymisvinnu með húkrunarfræðingum, sjúkraliðum, sjúkraþjálfurum, iðuþjálfa og stöku sinnum með þátttöku næringarfræðings.

Þolprófanir eru mikilvægur þáttur í starfsemi lyflæknisdeildar, en þolprófsbúnaður af fullkomustu gerð var gefinn FSN af ýmsum fyrirtækjum á Austurlandi fyrir fáeinum árum. Um 150 - 200 þolpróf eru gerð hér árlega, oftast til að stuðla að greiningu kransæðasjúkdóma, en einnig lungnasjúkdóma og annara vandamála sem takmarkað geta þol og afköst, þá gagnast þolprófin vel til að meta árangur endurhæfingar, auk þess sem þau nýtast til þolprófana á íþróttamönnum.

Á lyflæknisdeildinni er ágætis búnaður til greininga á kæfisvefni og eru gerðar hér 50 - 60 kæfisvefnsrannsóknir árlega. Lyflæknir sér um berkjuspeglanir og tekur þátt í maga - og ristilspeglunum á móti skurðlækni.


Hér eru fleiri greinar sem tengjast Lyflækningadeild:

Þolpróf
Sýnishorn af íþróttamannaþolprófi
Kæfisvefn
BerkjuspeglunSjúkrahús s. 470 1450 • Neyðarlína s. 112