Forsíða
  Fréttir
  Sjúkrahús
  Handlækningadeild
  Lyflækningadeild
  Uppl. til sjúklinga
  Uppl. til aðstandenda
  Sjúkraþjálfun
  Fæðingardeild
  Rannsóknarstofa
  Heilsugæsla
  Starfsfólk
  Neskaupstaður
  Myndir
  Um vefinn
Vefhönnun: kp hönnun og miðlun
+ F S N ...
FSN er sjúkrahús alls Austurlands. Því er þess að vænta að vefurinn verði gagnlegur þeim aðstandendum sjúklinga sem koma lengra að.
>> Meira ...

FSN er algjörlega reyklaust sjúkrahús og var hið fyrsta hérlendis sem kom á algjöru reykbanni sjúklinga og starfsfólks innan húss sem og á lóð sjúkrahússins.
>> Meira ...
+ HOLLVINASAMTÖK
Með Hollvinasamtökunum er markmiðið að styðja við og efla starfsemi Fjórðungs-
sjúkrahússins með sem víðtækustum hætti.
>> Skoða vef Hollvina.
+ T E N G L A R
Síðast uppfært 12/01/06

Skurðaðgerðir með kviðsjáSkurðaðgerðir með kviðsjá (laparoscopic surgery) fara þannig fram að mjórri myndavél er stungið inn um gat sem er yfirleitt gert á nafla sjúklingsins, og verkfærum er stungið inn um
2 - 4 göt sem gerð eru á ýmsum stöðum á kviðveggnum. Þessi aðgerðatækni hefur náð að festa sig vel í sessi á undanförnum tveimur áratugum, og það hefur sýnt sig í fjöldamörgum rannsóknum að kviðsjáraðgerðir standa opnum skurðaðgerðum framar á mörgum sviðum. Með þessari tækni verða sárin á kviðnum mun minni en við opna aðgerð, og það skilar sér í styttri sjúkralegu og skjótari bata. Kviðsjáraðgerðir valda minni samgróningum í kvið samanborið við opnar aðgerðir, en samgróningar eru oft til vandræða seinna meir.
Til að geta framkvæmt þessa tegund aðgerða þarf skurðlæknirinn sérstaka þjálfun.

Algengustu kviðsjáraðgerðir eru brottnám á gallblöðru vegna gallsteina, brottnám á botnlanga, offituaðgerðir og aðgerðir vegna vélindabakflæðis. Einnig er aðgerðin oft notuð til greiningar á kviðverkjum að undangengnum öðrum rannsóknum, og til losunar á samgróningum. Ýmislegt fleira er hægt að gera með kviðsjártækni, og á eftir að koma í ljós hvaða fleiri kviðsjáraðgerðir eiga eftir að verða "rútínuaðgerðir". Á FSN er boðið upp á brottnám á gallblöðru og botnlanga með kviðsjártækni þegar við á, sem og til greiningar á orsökum kviðverkja og samvaxtalosun. Einnig framkvæma kvensjúkdómalæknar sem heimsækja FSN algengar kvensjúkdómaaðgerðir með kviðsjá eins og ófrjósemisaðgerðir.

Upplýsingar til sjúklinga um brottnám gallblöðru með kviðsjá


Sjúkrahús s. 470 1450 • Neyðarlína s. 112