Forsíða
  Fréttir
  Sjúkrahús
  Handlækningadeild
  Lyflækningadeild
  Uppl. til sjúklinga
  Uppl. til aðstandenda
  Sjúkraþjálfun
  Fæðingardeild
  Rannsóknarstofa
  Heilsugæsla
  Starfsfólk
  Neskaupstaður
  Myndir
  Um vefinn
Vefhönnun: kp hönnun og miðlun
+ F S N ...
FSN er sjúkrahús alls Austurlands. Því er þess að vænta að vefurinn verði gagnlegur þeim aðstandendum sjúklinga sem koma lengra að.
>> Meira ...

FSN er algjörlega reyklaust sjúkrahús og var hið fyrsta hérlendis sem kom á algjöru reykbanni sjúklinga og starfsfólks innan húss sem og á lóð sjúkrahússins.
>> Meira ...
+ HOLLVINASAMTÖK
Með Hollvinasamtökunum er markmiðið að styðja við og efla starfsemi Fjórðungs-
sjúkrahússins með sem víðtækustum hætti.
>> Skoða vef Hollvina.
+ T E N G L A R
Síðast uppfært 24/09/04
Kviðslit í nára

Nárakviðslit eru algengustu kviðslit sem hrjá fólk, og eru karlmenn í meirihluta þeirra sem verða fyrir þessu. Nárakviðslit stafar af því að í náranum eru op fyrir sæðisstrengina sem liggja úr kviðarholinu niður í eistun, og er því veikleiki í kviðveggnum á þessum stöðum. Með tímanum getur myndast glufa í náraopunum og líffæri úr kviðarholinu bunga þar út, og geta lagst niður í punginn hjá karlmönnum. Nárakviðslit þarf í flestum tilfellum að gera við. Ef það er látið ógert getur það stækkað með tímanum, auk þess sem þarmar geta klemmst inni í kviðslitinu, og þarf oft að gera bráðaaðgerð þegar það gerist.

Það hefur verið gert við nárakviðslit með skurðaðgerð í meira en 100 ár, og hafa verið þróaðar ýmsar aðferðir til þess. Þær aðferðir sem hafa verið hefðbundnar hingað til hafa byggst á því að þétta eða styrkja nárann með tilfærslu á kviðveggnum, þar sem neðsta brún hans er saumuð niður á nárabandið. Þessar aðgerðir hafa því miður ekki reynst nægilega vel, og er tíðni endurkviðslita há. Á flestum stöðum á Vesturlöndum er nú notað sérstakt stoðnet úr plasti, sem er saumað varanlega inn í nárann, og er sú tegund aðgerðar gerð hér. Með þessari aðferð er tíðni endurkviðslita einungis um 1-2%, auk þess sem sjúklingar geta farið að stunda vinnu sína mun fyrr, eða um 2 vikum eftir aðgerðina.
Aðgerðin kostar kr. 18.000.-

Aðgerðin er gerð í svæfingu, og skurðsárið er deyft með langvirkandi staðdeyfingu í lok aðgerðarinnar til að verkir séu í lágmarki. Húðinni er lokað með saum undir húðinni, sem leysist upp á 10 dögum. Það má fara í sturtu 3 dögum eftir aðgerðina, og þarf þá að setja á nýjar umbúðir.

Algengustu fylgikvillar eftir kviðslitsaðgerð eru verkir í nára, sem geta stundum verið langvarandi. Einstaka sinnum getur blætt undir húðinni á aðgerðasvæðinu og niður í punginn. Einnig er þekkt að stöku sinnum getur komið upp sýking í sárinu.

Ef spurningar vakna eftir að heim er komið er símatími skurðlæknis á mánudögum frá 13-14 og á föstudögum frá 13-13:30í síma 477 1402.Einnig er hægt að hringja á deildina í síma 470 1453.

Þessar upplýsingar eru ætlaðar til viðmiðunar og eru ekki tæmandi
Sjúkrahús s. 470 1450 • Neyðarlína s. 112