Forsíða
  Fréttir
  Sjúkrahús
  Handlækningadeild
  Lyflækningadeild
  Uppl. til sjúklinga
  Uppl. til aðstandenda
  Sjúkraþjálfun
  Fæðingardeild
  Rannsóknarstofa
  Heilsugæsla
  Starfsfólk
  Neskaupstaður
  Myndir
  Um vefinn
Vefhönnun: kp hönnun og miðlun
+ F S N ...
FSN er sjúkrahús alls Austurlands. Því er þess að vænta að vefurinn verði gagnlegur þeim aðstandendum sjúklinga sem koma lengra að.
>> Meira ...

FSN er algjörlega reyklaust sjúkrahús og var hið fyrsta hérlendis sem kom á algjöru reykbanni sjúklinga og starfsfólks innan húss sem og á lóð sjúkrahússins.
>> Meira ...
+ HOLLVINASAMTÖK
Með Hollvinasamtökunum er markmiðið að styðja við og efla starfsemi Fjórðungs-
sjúkrahússins með sem víðtækustum hætti.
>> Skoða vef Hollvina.
+ T E N G L A R
Síðast uppfært 24/09/04

Kæfisvefn

Hvað er kæfisvefn: Oftast er um að ræða hindrun á loftflæði um kverkar og barka, truflun á stjórnun öndunar í heilanum og í síðasta lagi blöndu af þessu tvennu. Hindrun á loftflæði er langalngengasta ástæðan.
Kæfisvefn einkennist af öndunarstoppum eða minnkaðri öndun af og til, jafnvel mörghundruð sinnum á nóttu. Kæfisvefni fylgja hrotur og órólegur svefn. Þegar dregur ú r öndun eða hún stoppar fellur súrefnismettun í blóði sem valdið getur hjartsláttartruflunum. Önnur helstu einkenni kæfisvegns er óeðlileg þreyta og syfja á daginn sem valdið getur slysum í umferðinni og því að menn gefast upp á vinnu. Tengsl hafa fundist milli kæfisvefns, háþrýstings, offitu, sykursýki og bakflæðis.

Í meðferð er megrun mikilvægust sé um offitu að ræða, en margir þurfa auk þess á að halda tæki til að aðstoða við öndun í svefni. Þessi tæki koma í veg fyrir öndunarstopp og fall í súrefnismettun í blóði. Árangur meðferðar er mjög góður.

Á FSN eru notuð tæki frá Flögu til greiningar á kæfisvefni. Sjúklingur sefur á sjúkrahúsinu yfir nótt, tengdur mælitækjum sem skrá hjartarafrit, hrotur, hreyfingar brjóstkassa og kviðar, súrefnismettun, auk loftflæðis um vit.
Tölvuhugbúnaður auðveldar úrlestur þannig að sjúkdómsgreining liggur yfirleitt fyrir að morgni.Sjúkrahús s. 470 1450 • Neyðarlína s. 112