Forsíða
  Fréttir
  Sjúkrahús
  Handlækningadeild
  Lyflækningadeild
  Uppl. til sjúklinga
  Uppl. til aðstandenda
  Sjúkraþjálfun
  Fæðingardeild
  Rannsóknarstofa
  Heilsugæsla
  Starfsfólk
  Neskaupstaður
  Myndir
  Um vefinn
Vefhönnun: kp hönnun og miðlun
+ F S N ...
FSN er sjúkrahús alls Austurlands. Því er þess að vænta að vefurinn verði gagnlegur þeim aðstandendum sjúklinga sem koma lengra að.
>> Meira ...

FSN er algjörlega reyklaust sjúkrahús og var hið fyrsta hérlendis sem kom á algjöru reykbanni sjúklinga og starfsfólks innan húss sem og á lóð sjúkrahússins.
>> Meira ...
+ HOLLVINASAMTÖK
Með Hollvinasamtökunum er markmiðið að styðja við og efla starfsemi Fjórðungs-
sjúkrahússins með sem víðtækustum hætti.
>> Skoða vef Hollvina.
+ T E N G L A R
Síðast uppfært 3/03/15

Handlækningadeild


Við FSN hefur verið starfrækt handlækningadeild frá því að sjúkrahúsið var stofnað. Margir skurðlæknar hafa starfað við deildina í lengri eða skemmri tíma. Ýmsir læknar manna stöðuna til skiptis eins og er. 2014 kom Jón Sen aftur til starfa hjá okkur í 50% stöðu og er mikill fengur í því.
Rober Wojciechowski er svæfingalæknir við handlækningadeildina.
Hjúkrunardeildarstjóri handlækningdeildar er Elín Hjaltalín Jóhannesdóttir skurðhjúkrunarfræðingur, einnig starfa Ína Rúna Þorleifsdóttir og Hrönn Sigurðardóttir skurðhjúkrunarfræðingar.

Fyrir utan okkar skurðlækna starfa margir aðkomusérfræðingar við deildina. Þessir eru:
Anna Mýrdal Helgadóttir kvensjúkdómalæknir, Júlíus Gestsson bæklunarskurðlæknir, Hafsteinn Guðjónsson þvagfæraskurðlæknir og Erlingur Kristvinsson háls-nef - og eyrnalæknir. Þessir sérfræðingar koma til FSN með reglulegu millibili.

Handlækningadeildin býður því upp á fjölbreytta þjónustu. Jón gerir bæði litlar og stórar meltingarfæraskurðaðgerðir, og lagði í sínu sérnámi sérstaka áherslu á aðgerðir með kviðsjá, og hefur það skilað sér í framboði deildarinnar á þess konar aðgerðum. Þær eru helstar brottnám gallblöðru með kviðsjá og brottnám botnlanga með kviðsjá.
Einnig eru gerðar meltingarfærarannsóknir með magaspeglun og ristilspeglun og ómskoðun af gallblöðru til greininga á gallsteinum. FSN eignaðist nýverið glæný speglanatæki frá Pentax af fullkomnustu sem gefin voru af nokkrum fyrirtækjum og stofnunum í Fjarðabyggð, og hafa gæði þessara rannsókna batnað til muna með tilkomu nýju tækjanna.

Algengustu valaðgerðir á FSN eru aðgerðir við nárakviðsliti og aðgerðir við æðahnútum.


Hér eru fleiri greinar sem tengjast Handlækningadeild:
Hér eru upplýsingar um Phosphoral úthreinsun fyrir ristilspeglun:

Nauðsynlegt er að hreinsa ristilinn vel af öllum úrgangi, svo rannsóknin verði fullnægjandi. Undirbúningur tekur 2 daga.
1. dagur: Aðeins má neyta fljótandi tært fæði.

Dæmi um fljótandi, tæran vökva er:

Tær súpa án agna , fitulítið soð af súputeningum og agnalausar ávaxta- og saftsúpur.
Allir gosdrykkir og agnalausir ávaxtasafar og orkudrykkir
Te eða kaffi með sukri eða hunangi ( án mjólkur)
Frostpinnar án súkkulaðihjúps
Ávaxtahlaup (Jello)
EKKI MÁ BORÐA NEINAR MJÓLKURVÖRUR!

2. dagur: aðeins má neyta fljótandi og tært fæði.
kl. 8 um morguninn byrjar þú að drekka minnst 1 glas ( 240) ml af tærum vökva og gjarnan fleiri. Því næst blandar þú fyrri flöskuna af Phosphoral ( 45 ml) út í hálft glas af köldu vatni ( 120 ml), eða gosdrykk t.d. sprite og drekkur strax. Svo drekkur þú eitt glas ( 240 ml) eða fleiri af vatni eða safa.
Þú mátt búat við að hægðalosun byrji 1/2 klst-6 klst eftir inntöku Phosphoralsins. Notaðu blautþurrkur frekar en venjulegan salernispappír til að koma í veg fyrir særindi við endaþarminn.
Í staðinn fyrir hádegisverð á að drekka minnst þrjú glös ( 720ml) af tærim vökva, Gott er að hafa
sykur og salt (gos, orkudrykk, tærar súpur án agna) með í vökvanum annað slagið, til að fá einhverja orku.
Um kl. 19 er seinni Phosphoral flaskan blönduð á sama hátt og um morguninn og drukkinn.
Mikilvægt er að drekka a.m.k. 11/2 lítra af vökva yfir daginn og jafnvel meira ef viðkomandi er þyrstur til að vega upp á móti þeim vökva sem tapast með úthreinsuninni. Það getur verið gott að nota bragðgóðan brjóstsykur, eða ópal á meðan á úthreinsun stendur.

Speglunardagur:
Þú mátt taka morgunlyfin þín að morgni speglunardags, nema annað sé tekið fram.
Þú gefur þig fram í afgreiðslunni á Heilsugæslunni í Neskaupstað inngangur er á 1. hæð að ofanverðu.
Hjúkrunarfræðingur tekur á móti þér og fræðir þig um hvernig speglunin fer fram. Gott er að hafa með sér upplýsingar um þau lyf sem viðkomandi er að taka að staðaldri.
Að speglun lokinni færð þú að hvíla þig um stund vegna sljóvgandi áhrifa lyfja sem þú færð í spegluninni.
Að hvíld lokinni mun læknir ræða við þig um niðurstöður rannsóknarinnar.
Ekki aka sjálf(ur ) heim að lokinni speglun vegna sljóvgandi áhrifa verkja- og róandi lyfja.


Kviðsjáraðgerðir
Gallblöðrutaka
Magaspeglun
Ristilspeglun
Separ í ristli
Ómskoðun
Kviðslit
Æðahnútar

Sjúkrahús s. 470 1450 • Neyðarlína s. 112