Forsíða
  Fréttir
  Sjúkrahús
  Handlækningadeild
  Lyflækningadeild
  Uppl. til sjúklinga
  Uppl. til aðstandenda
  Sjúkraþjálfun
  Fæðingardeild
  Rannsóknarstofa
  Heilsugæsla
  Starfsfólk
  Neskaupstaður
  Myndir
  Um vefinn
Vefhönnun og umsjón:
+ F S N ...
FSN er sjúkrahús alls Austurlands. Því er þess að vænta að vefurinn verði gagnlegur þeim aðstandendum sjúklinga sem koma lengra að. Meira

FSN er algjörlega reyklaust sjúkrahús og var hið fyrsta hérlendis sem kom á algjöru reykbanni sjúklinga og starfsfólks innan húss sem og á lóð sjúkrahússins. Meira
+ HOLLVINASAMTÖK
Skoðaðu vef Hollvina FSN
Með Hollvinasamtökunum er markmiðið að styðja við og efla starfsemi Fjórðungs-
sjúkrahússins með sem víðtækustum hætti.
>> Skoða vef Hollvina
+ T E N G L A R
Síðast uppfært 8/02/05

Berkjuspeglun

Á meðal helstu ábendinga fyrir berkjuspeglun má nefna þrálátan hósta, blóðspýting, greiningu góðkynja og illkynja æxla, greiningu sýkinga, þar á meðal berkla, auk þess sem að með berkjuspeglun er unnt að fjarlægja aðskotahluti.

Undirbúningur: Sjúklingar verða að hætta á blóðþynnandi lyfjum og einnig Magnýli og gigtarlyfjum (NSAID lyf) í a.m.k. viku fyrir speglun til að minnka hættu á blæðingu og þeir eiga að fasta a.m.k. frá miðnætti kvöldið fyrir speglun. Auk þess ættu þeir að stöðva reykingar í a.m.k. sólarhring áður en speglun fer fram.

Sjúklingur fær Morfín og/eða róandi lyf fyrir speglun. Blóðprufur (storkupróf) eru teknar til að meta áhættu á blæðingu í spegluninni. Fyrir rannsóknina er kokið og stundum nasir deyfðar með Lidocain sprayi. Grannri leiðslu sem er hluti af berkjuspeglunartækinu er síðan rennt í gegnum munn eða nös aftur í kok og síðan á milli raddbanda niður í berkjur. Sýni eru tekin með bursta, töng, nál eða með því að skola berkjurnar til frekari greiningar. Þegar tekið er sýni í lungnavef í gegnum berkju þarf að framkvæma speglunina í röntgenskyggningu.
Venjulega tekur speglun innan við 20 mínútur. Ef öryggis er gætt gengur speglunin yfirleitt vel. Helstu vandamál sem upp geta komið eru blæðingar sem þó oftast stöðvast fljótlega, eins fall í súrefnismettun og hjartsláttaróregla sem og einstaka sinnum samfall á lunga.Sjúkrahús s. 470 1450 • Neyðarlína s. 112