Forsíða
  Fréttir
  Sjúkrahús
  Handlækningadeild
  Lyflækningadeild
  Uppl. til sjúklinga
  Uppl. til aðstandenda
  Sjúkraþjálfun
  Fæðingardeild
  Rannsóknarstofa
  Heilsugæsla
  Starfsfólk
  Neskaupstaður
  Myndir
  Um vefinn
Vefhönnun og umsjón:
+ F S N ...
FSN er sjúkrahús alls Austurlands. Því er þess að vænta að vefurinn verði gagnlegur þeim aðstandendum sjúklinga sem koma lengra að. Meira

FSN er algjörlega reyklaust sjúkrahús og var hið fyrsta hérlendis sem kom á algjöru reykbanni sjúklinga og starfsfólks innan húss sem og á lóð sjúkrahússins. Meira
+ HOLLVINASAMTÖK
Skoðaðu vef Hollvina FSN
Með Hollvinasamtökunum er markmiðið að styðja við og efla starfsemi Fjórðungs-
sjúkrahússins með sem víðtækustum hætti.
>> Skoða vef Hollvina
+ T E N G L A R
Síðast uppfært 8/02/05

Æðahnútaðgerðir

Í fótunum eru tvö kerfi bláæða, djúpt kerfi sem liggur inni í vöðvalögum fótarins annarsvegar, og grunnt kerfi rétt undir húðinni hinsvegar. Þessi tvö kerfi tengjast saman með tengiæðum. Vegna þess að blóðið þarf oftast nær að renna upp í móti á móti þyngdaraflinu, og þrýstingur er lítill, eru lokur í bláæðunum sem koma í veg fyrir að blóðið renni niður í móti. Í grunna kerfinu geta þessar lokur gefið sig, og myndast þá æðahnútar. Þrýstingur í æðinni eykst, æðin þenst út og verður smám saman hlykkjótt.

Konur eru í meirihluta þeirra sem fá þennan sjúkdóm, og fá hann oft á meðgöngu. Karlar fá einnig æðahnúta, en það er sjaldgæfara. Einkenni æðahnúta, fyrir utan það sýnilega, eru fyrst og fremst þreytuverkir í fætinum, sérstaklega eftir langar stöður. Það getur safnast bjúgur á fótinn, mynast exem og í verstu tilfellum sár.

Meðferð við æðahnútum er skurðaðgerð, sem gerð er ýmist í svæfingu eða mænudeyfingu. Aðgerðin byggist á því að fjarlægju skemmdu æðina eða æðarnar, og oft að binda fyrir tengiæðar sem tengja saman bláæðakerfin tvö. Aðrar æðar í fætinum taka við hlutverki æðanna sem eru fjarlægðar.

Áður en farið er inn á skurðstofuna teiknar skurðlæknirinn með tússpenna á húðina yfir æðahnútunum meðan sjúklingurinn stendur. Það eru svo oftast gerðir margir, litlir skurðir yfir æðunum og þær dregnar út um þá. Skurðsárunum er svo lokað með heftum. Í lok aðgerðar er búið um sárin og fóturinn vafinn með teygjubindi. Útskrift af spítalanum er oftast samdægurs, en það er einnig boðið upp á gistingu yfir nótt eftir óskum sjúklings. Aðgerðin kostar 18.000 kr.

Fyrstu 3 dagana eftir aðgerð þarf að hafa hægt um sig og hvíla sig. Að þeim dögum liðnum á að fjarlægja teygjubindið og það má fara í sturtu, og þá plástra sárin á nýjan leik. Tveimur vikum eftir aðgerðina á að fjarlægja heftin á næstu heilsugæslustöð. Flestir geta farið aftur til vinnu 2-3 vikum eftir aðgerðina.

Ef upplýsingar vantar eftir að heim er komið er símatími skurðlæknis á mánudögum frá 13-14, og á föstudögum frá 13-13:30, í síma 477 1402. Þar fyrir utan er hægt að hringja deildina í síma 470 1453

Þessar upplýsingar eru ætlaðar til viðmiðunar og eru ekki tæmandi

Sjúkrahús s. 470 1450 • Neyðarlína s. 112